Icelandic | English


SJÁVARÚTVEGUR 2016

Mikil uppsveifla hefur átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Tæknibylting hefur orðið í útgerð og vinnslu sem hefur komið íslenskum sjávarútvegi í fremstu röð. Fjöldinn allur af sprotafyrirtækjum hafa litið dagsins ljós sem  þróað hafa aðferðir til að vinna úr fiskinum hinar ýmsu afurðir, má þar t.d. nefna snyrtivörur, lyf, vítamín og vörur unnar úr fiskroði. Það má því með sanni segja að með þessari nýsköpun og skapandi hugsun er bjart framundan í íslenskum sjávarútvegi.

Við höfum lagt metnað okkar í að undirbúa glæsilega íslenska/alþjóðlega sýningu SJÁVARÚTVEGUR 2016 dagana 28. – 30. sept. 2016 í LAUGARDALSHÖLL. Þetta verður vettvangur fyrir fagaðila og aðra áhugasama til að  kynna sér framfarir og nýjungar innan sjávarútvegsgeirans. Áhersla verður lögð á að stilla verði sýningarbása í hóf og einnig verður boðið uppá þá nýjung að sýnendur fá  eins marga boðsmiða inn á sýninguna eins og þeir óska, þeim að kostnaðarlausu.  

Þannig gefst fyrirtækjum jafnt stórum sem smáum tækifæri til að kynna vörur sínar fyrir innlendum sem og erlendum aðilum.

 

Bestu kveðjur,

Ólafur M. Jóhannesson, Framkvæmdastjóri

SJÁVARÚTVEGUR 2016

 


SýnendurCopyright © 2001 - 2016 Artegis. All rights reserved. Artegis, Ch. du Vallon, 18, CH-1260 Nyon. event management system